Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.

Hver er munurinn á Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps?

Rosonia Foam er froða sem borin er á ytra kynfærasvæðið þegar upp koma óþægindi, s.s. kláði, sviði erting, bólgur eða sár. Ástæðan getur verið af mörgum toga s.s. sveppasýking, ójafnvægi í pH gildi, vegna efna í umhverfinu, sæðis, blæðinga, núnings við fatnað eða íþróttaiðkunar, svo eitthvað sé nefnt. Froðan hefur viðurkennda virkni og vinnur gegn vægum sýkingum, verndar húðina gegn endurteknum sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð. Hentar vel fyrir og eftir fæðingu.

Rosonia VagiCaps eru lítil hylki sem sett eru í leggöng. Hylkin hafa viðurkennda virkni og veita fljótvirka og staðbundna meðferð við óþægindum, s.s. sviða, kláða, særindum og óeðlilegri útferð, ásamt því að stuðla að náttúrulegri flóru legganga. Hylki er sett upp í leggöng fyrir svefn í eina viku, eða eftir þörfum.

Hvaða merkingu hefur að vara hafi viðurkennda virkni?

Þegar vara hefur farið í gegnum margar prófanir og niðurstöður klínískra rannsókna sýna að um áhrifaríka meðferð er að ræða, þá er talað um viðurkennda virkni. Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps veita áhrifaríka meðferð við óþægindum, sviða og særindum á ytra kynfærasvæði og í leggöngum.

Má nota Rosonia vörurnar á meðgöngu og eftir fæðingu?

Óhætt er að nota Rosonia froðuna á meðgöngu og eftir fæðingu. Froðan er einstaklega vel til þess fallin að undirbúa viðkvæmt svæðið undir fæðinguna, þar sem skógarstokkrósin eykur teygjanleika húðarinnar t.d. á spangarsvæðinu. Froðan er einnig mjög græðandi og hjálpar þannig húðinni að jafna sig eftir fæðinguna. Mælt er með því að konur ráðfæri sig við lækni eða ljósmóður fyrir notkun á Rosonia VagiCaps á meðgöngu, þar sem sú meðferð felur í sér innsetningu í leggöng.

Má nota Rosonia vörurnar á börn?

Notkun Rosonia á börnum hefur ekki verið rannsökuð og því er aðeins hægt að fullyrða um notkun hennar á fullorðnum einstaklingum, eldri en 18 ára.

Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að Rosonia sé skaðleg börnum og því er mælt með því að einstaklingar ráðfæri sig við lækni eða annað heilbrigðismenntað starfsfólk áður en ákvörðun er tekin, um að nota vöruna á annan máta en ráðlagt er í fylgiseðli.

Innihalda Rosonia Foam og Rosonia VagiCaps hormón?

Hvorki Rosonia Foam, né Rosonia VagiCaps innihalda hormón. Báðar vörurnar stuðla að heilbrigðri slímhúð, veita raka og lina óþægindi á kynfærasvæðinu. Rosonia Foam hentar ytri kynfærum, en Rosonia VagiCaps eru hylki sem sett eru inn í leggöng.

Má nota Rosonia VagiCaps hylkin á meðan blæðingum stendur?

Rosonia VagiCaps hentar mjög vel þeim konum sem upplifa óþægindi í kringum blæðingar. Vegna breytinga á sýrustigi (pH-gildi) legganganna fyrir blæðingar er eðlilegt að upplifa óþægindi einhverjum dögum fyrir og því er kjörið að nota Rosonia VagiCaps í 2-3 daga fyrir blæðingar. Einnig getur tíðablóð raskað jafnvægi sýrustigsins sem orsakar óþægindi einhverja daga eftir blæðingar og er þá Rosonia  VagiCaps notað daglega þar til einkenni eru horfin. Samtímis má nota Rosonia Foam ef óþægindi eins og kláði, sviði og erting koma fram á ytri kynfærum.

Hvað má nota RosoniaVagiCaps lengi í einu?

Almennt er ráðlagt að nota Rosonia VagiCaps hylkin samfellt í 7-10 daga til þess að vinna á sýkingu eða öðrum óþægindum. Einnig má nota Rosonia hylkin eftir þörfum, t.d. ef ójafnvægi skapast í pH-gildi leggangana. Slíkt ójafnvægi má lesa um í fjölmörgum pistlum á Florealis.is, en ójafnvægi í pH-gildi getur orsakast innan tíðahringsins, við blæðingar, eftir sund, við samfarir, í tengslum við inntöku sýklalyfja, notkun á tíðavörum s.s. túrtappa eða dömubinda, notkun á smokkum eða sleipiefni í kynlífi, ertingu vegna sæðis.

Er algengt að upplifa sviða eða bruna þegar Rosonia foam er notuð?

Sumar konur upplifa sviða eða kælitilfinningu þegar Rosonia froðan er borin á kynfærasvæðið. Tilfinningin líður fljótt hjá og er eðlileg þar sem svæðið er viðkvæmt. Allar upplýsingar er að finna í fylgiseðli sem og á heimasíðu Florealis.

Má ég nota Rosonia VagiCaps ef ég er á NuvaRing?

Rosonia VagiCaps hefur engar þekktar milliverkanir við lyf og því er óhætt að nota Rosonia hylkin samhliða NuvaRing. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að þar sem hylkin eru sett upp í leggöng er sú hætta fyrir hendi að hringurinn geti brotnað þegar hylkinu er komið fyrir. Það eru þó afar litlar líkur á að slíkt gerist þar sem Rosonia hylkin eru lítil og mjúk, ólíkt t.d. sveppalyfjum til notkunar í leggöng. Til að minnka líkurnar þá mælum við með að setja hylkin varlega upp í leggöng. Ef það gerist að hringurinn brotnar eða rennur út þá eru nákvæmar leiðbeiningar í fylgiseðli NuvaRing hvernig á að bregðast við.

Þarf að þvo Rosonia froðuna af?

Rosonia froðan skal borin á ytri kynfærin og hana þarf ekki að þvo af.